Hver er Kristín Sigurðardóttir
Kristín býður upp á fjölbreytta fyrirlestra og vinnustofur sem henta fyrirtækjum, stofnunum og fagfólki í ólíkum geirum.
Hún er slysa- og bráðalæknir með yfir áratuga reynslu í krefjandi aðstæðum þar sem seigla, skýr samskipti og ró í óvissu skipta sköpum. Hún hefur tekið sér stöðu sem leiðandi rödd í umræðum um heilsueflingu, seiglu, streitu og samskiptum í lífi og starfi. Kristín hefur lagt sérstaka áherslu á að stuðla að heilnæmu umhverfi bæði því manngerða og varðandi náttúruna sjálfa.
Með einstaka nálgun sem sameinar vísindalega þekkingu, mannlega hlýju og hagnýt verkfæri, hefur Kristín hjálpað bæði einstaklingum og vinnustöðum að finna jafnvægi og styrk í hröðu og krefjandi samfélagi.

